18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. nóvember 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:24
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:16
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 15., 16. og 17. fundar voru samþykktar.

2) 240. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Auði Ingu Þorsteinsdóttur frá UMFÍ.

3) 449. mál - almennar sanngirnisbætur Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneyti vegna umsagna sem berast um málið.

4) 238. mál - Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið.

5) Framkvæmd laga nr. 66/2012 um heiðurslaun listamanna Kl. 10:16
Nefndin fjallaði um málið.

6) 113. mál - útlendingar Kl. 10:17
Nefndin fjallaði um málið.

7) 486. mál - kvikmyndalög Kl. 10:18
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

8) Önnur mál Kl. 10:19
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20