20. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. nóvember 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:31
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:28
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Dagbjört Hákonardóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pétur Þ. Óskarsson og Sigríði Dögg Guðmundsdóttur frá Íslandsstofu. Því næst komu Þórólfur Nielsen og Sveinbjörn Finnsson frá Landsvirkjun. Þá kom Alexandra Ýr van Erven frá Landssamtökum íslenskra stúdenta og loks Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir frá Siðfræðistofnun HÍ.

3) 240. mál - breyting á ýmsum lögum í þágu barna Kl. 10:45
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Birgir Þórarinsson, Jódís Skúladóttir, Halldóra Mogensen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Eyjólfur Ármannsson.
Dagbjört Hákonardóttir var fjarverandi er ritar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa. Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00