32. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 18. janúar 2024
kl. 08:50
Mætt:
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:32Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:50
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 08:50
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 08:50
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 08:50
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:50
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 08:50
Bergþór Ólason var fjarverandi. Bryndís Haraldsdóttir og Eyjólfur Ármannsson boðuðu forföll.
Formaður fól Líneik Önnu Sævarsdóttur að stýra fundi sbr. 3. mgr. 4. gr. starfsreglna fastanefnda, þar til 2. varaformaður tók við fundarstjórn.
Birgir Þórarinsson og Jódís Skúladóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.
Birgir Þórarinsson vék af fundi kl. 09:40. Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 11:38.
Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 08:50
Dagskrárlið frestað.
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra og Sólberg Svan Bjarnason, Ingibjörgu Lilju Ómarsdóttur og Björn Oddsson frá almannavörnum. Gestir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
3) 486. mál - kvikmyndalög Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Örnu Kristínu Einarsdóttur, Hildi Jörundsdóttur, Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur og Steindór Dan Jensen frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Steindór Dan Jensen tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa, þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna hafa borist um málið.
4) 32. mál - fjölmiðlar Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Örnu Kristínu Einarsdóttur, Hildi Jörundsdóttur, Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur og Steindór Dan Jensen frá menningar- og viðskiptaráðuneyti. Steindór Dan Jensen tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa, þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem hafa borist um málið.
5) 37. mál - málstefna íslensks táknmáls 2023--2026 og aðgerðaáætlun Kl. 11:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Örnu Kristínu Einarsdóttur, Hildi Jörundsdóttur og Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa, þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem hafa borist um málið.
6) 349. mál - vopnalög Kl. 11:23
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þór Ingvarsson og Þórarinn Þórarinsson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneyti, sbr. 51. gr. þingskapa, með nánari upplýsingum um aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna fjölskyldusameininga palestínskra einstaklinga, m.a. verði gerð grein fyrir því við hvaða aðila hafi verið haft samband í þessum tilgangi, hvenær, með beiðni um hvers konar aðstoð eða upplýsingar og hver svörin hafa verið.
8) Önnur mál Kl. 11:38
Nefndin ræddi starfið framundan og fyrirkomulag næstu funda.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 11:43