38. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 09:14


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:14
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:42
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:14
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Kára Gautsson (KGaut), kl. 09:14
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:14
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:14
Sigþrúður Ármann (SigÁ), kl. 09:14

Halldóra Mogensen boðaði forföll. Þá var Bergþór Ólason fjarverandi.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:14
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

2) 37. mál - málstefna íslensks táknmáls 2023–2026 og aðgerðaáætlun Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rannveigu Sverrisdóttur frá Hugvísindasviði Háskóla Íslands og Helgu Hilmisdóttir og Steinþór Steingrímsson frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 511. mál - aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Kl. 09:42
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Hilmisdóttur og Steinþór Steingrímsson frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 87. mál - breytingar á aðalnámskrá grunnskóla Kl. 10:15
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 22. mál - mannanöfn Kl. 10:15
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) Önnur mál Kl. 10:16
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 10:18