42. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 20. febrúar 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Brynhildur Björnsdóttir (BrynB) fyrir Kára Gautsson (KGaut), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðaði forföll.
Halldóra Mogensen vék af fundi kl. 11:05.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 40. og 41. fundar voru samþykktar.

2) 691. mál - meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hákon Þorsteinsson, Þorvald Heiðar Þorsteinsson og Guðlaugu Dröfn Þórhallsdóttur frá dómsmálaráðuneyti.

3) Endurskoðun almennra hegningarlaga í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli nr. 31/2023 Kl. 10:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hákon Þorsteinsson og Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti.

4) 449. mál - almennar sanngirnisbætur Kl. 10:33
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Andreu Valgeirsdóttur og Báru Brynjólfsdóttur frá ÖBÍ réttindasamtökum.

5) Önnur mál Kl. 11:02
Nefndin ræddi starfið framundan.

Halldóra Mogensen, framsögumaður nefndarinnar í 13. máli - breyting á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna, óskaði eftir því að málið yrði tekið á dagskrá, sbr. 2. mgr. 15. gr. þingskapa, með beiðni um gestakomur í málinu.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10