50. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 21. mars 2024 kl. 09:18


Mætt:

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:18
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:18
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:18
Halldóra K. Hauksdóttir (HallH) fyrir Líneik Önnu Sævarsdóttur (LínS), kl. 09:18
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:18
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:18
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ) fyrir (EÁ), kl. 09:18

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Þá var Bergþór Ólason fjarverandi. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir stýrði fundinum í fjarveru formanns og 1. varaformanns.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:18
Fundargerðir 47.-49. fundar voru samþykktar.

2) 691. mál - meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 09:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásu Ólafsdóttur, formann réttarfarsnefndar, Bryndísi Helgadóttur frá dómsmálaráðuneyti, Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Stefán Vilbergsson frá ÖBÍ - réttindasamtökum. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 707. mál - lögreglulög Kl. 09:57
Nefndin fór yfir málið og fékk á sinn fund Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:13