55. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 23. apríl 2024 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:54
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Berglind Ósk Guðmundsdóttir boðaði forföll.
Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 11:04.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:14
Fundargerðir 53. og 54. fundar voru samþykktar.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þorstein Gunnarsson og Valgerði Maríu Sigurðardóttur frá kærunefnd útlendingamála. Því næst komu Anna Lúðvíksdóttir og Þórunn Pálína Jónsdóttir frá Íslandsdeild Amnesty International og Margrét Steinarsdóttir og Ólöf Embla Eyjólfsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

3) 707. mál - lögreglulög Kl. 09:10
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu þar sem gerð verði grein fyrir því hvort og þá hvernig mat á áhrifum á persónuvernd fór fram við vinnslu frumvarpsins auk þess að tilgreint verði hverjir komu að vinnu við samningu frumvarpsins.

4) 511. mál - aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu 2023–2026 Kl. 10:02
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta og breytingartillögu standa Bryndís Haraldsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jódís Skúladóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem ritaði undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) Önnur mál Kl. 11:12
Nefndin ræddi starfið framundan.

Að beiðni Halldóru Mogensen samþykkti nefndin að halda opinn fund um viðbrögð og aðgerðir almannavarna við eldsumbrotum á Reykjanesskaga og að m.a. dómsmálaráðherra verði gestur fundarins, sbr. 3. mgr. 19. þingskapa.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:19