61. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, föstudaginn 10. maí 2024 kl. 13:00


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 13:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 13:06
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 13:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 13:11

Bergþór Ólason og Berglind Ósk Guðmundsdóttir voru fjarverandi.
Eyjólfur Ármannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Halldóra Mogensen og Líneik Anna Sævarsdóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa, sem og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir frá kl. 15:00.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 15:31.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 60. fundar var samþykkt.

2) 737. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigmar Aron Ómarsson, Þorstein Magnússon og Ernu Erlingsdóttur frá óbyggðanefnd og Katrínu Pétursdóttur og Njörð Bruun frá Bændasamtökum Íslands.

3) 935. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 14:33
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vilhjálm Hilmarsson frá Bandalagi háskólamanna, því næst komu Ásta S. Helgadóttir og Lovísa Ósk Þrastardóttir frá Umboðsmanni skuldara og Guðmundur Ásgeirsson og Kristín Eir Helgadóttir frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

4) 722. mál - útlendingar Kl. 14:28
Nefndin fjallaði um málið.

5) 925. mál - lögræðislög Kl. 14:27
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 926. mál - aðför og nauðungarsala Kl. 14:27
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Tillaga um að Berglind Ósk Guðmundsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 15:39
Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 14:18-14:26 og kl. 14:47-15:00.

Fundi slitið kl. 15:39