62. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 14. maí 2024 kl. 09:15


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH) 2. varaformaður, kl. 09:21
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:15
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:15
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:15
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:15
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:15

Eyjólfur Ármannsson boðaði forföll.
Bergþór Ólason vék af fundi kl. 10:02 vegna annarra þingstarfa.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 11:02.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 11:00-11:08.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 61. fundar var samþykkt.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:16
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arnar Sigurð Hauksson og Magnús Ellert Bjarnason frá dómsmálaráðuneyti.

3) 707. mál - lögreglulög Kl. 10:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórunni Pálínu Jónsdóttur frá Íslandsdeild Amnesty International. Því næst komu Ragna Bjarnadóttir og Drífa Kristín Sigurðardóttir frá dómsmálaráðuneyti.

4) 691. mál - meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 11:07
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið til 3. umræðu, án nefndarálits, var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Nefndin samþykkti að leggja fram breytingartillögu við málið.

5) 937. mál - listamannalaun Kl. 11:09
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 10. maí sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 11:09
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:09