5. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 20. október 2011 kl. 09:05


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 10:00
Siv Friðleifsdóttir (SF) fyrir EyH, kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH) fyrir RR, kl. 09:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05
Þór Saari (ÞSa) fyrir BirgJ, kl. 09:15
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:05

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerðir tveggja síðustu funda. Kl. 09:05
Fjallað var um fundargerðir tveggja síðustu funda.

2) 26. mál - forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu Kl. 09:15
Rætt var um málsmeðferð.

3) Upptaka ólögmæts ávinnings. Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar kom Arnar Jensson og fjallaði um ritgerð sína um upptöku ólögmæts ávinnings.

4) Önnur mál. Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

SkH var valinn framsögumaður í máli 12, úttekt á neytendavernd á fjármálamarkaði í stað OH en málið hafði áður verið sent til umsagnar með fresti til 10. nóvember 2011.

Ekki gafst tími til að fjalla um mál 15 (grundvallarskilgreiningar löggæslu á Íslandi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland), mál 8 (meðferð sakamála og meðferð einkamála ), mál 42 (íslenskur ríkisborgararéttur) og mál 72 (uppstokkun réttarkerfisins og millidómstig).

ÞBack boðaði forföll.
OH var fjarverandi.
ÞSa var á öðrum nefndafundi til kl. 9:15.
SF vék af fundi þegar EyH kom á fundinn kl. 10.


Fundi slitið kl. 10:15