7. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. nóvember 2011 kl. 09:05


Mættir:

Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:05
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:05
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:05
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:05
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:05
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:05

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:05
Fundargerð 6. fundar var staðfest.

2) 136. mál - áfengislög Kl. 09:20
BJ var valinn framsögumaður málsins.
Málið var sent til umsagnar með fresti til 18. nóvember 2011.
Málið var kynnt fyrir nefndinni af fulltrúum innanríkisráðuneytis. Á fundinn komu Bryndís Helgadóttir og Helgi Valberg Jensson frá innanríkisráðuneyti. Einnig kom á fundinn Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu.

3) 135. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 09:50
OH var valinn framsögumaður málsins.
Málið var sent til umsagnar með fresti til 18. nóvember 2011.
Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneyti kynnti efni frumvarpsins fyrir nefndinni.

4) 19. mál - flutningur Landhelgisgæslunnar til Reykjanesbæjar Kl. 10:15
OH var valinn framsögumaður málsins.
Málið var sent til umsagnar með fresti til 25. nóvember 2011.

5) Önnur mál. Kl. 10:20
EyH óskaði eftir að nefndin tæki fyrir einelti í skólum og að slíkur fundur yrði opinn.
BGS boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
ÞBack og ÞKG boðuðu forföll vegna veikinda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25