11. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. nóvember 2011 kl. 09:07


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:07
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:07
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:07
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:07
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:07
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:07
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:07

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:07
Fundargerð 10. fundar var tekin fyrir og samþykkt.

2) 252. mál - aðför Kl. 09:10
Nefndin tók til umfjöllunar 252 mál um aðför. Lagt var til að ÞrB yrði framsögumaður málsins og var það samþykkt. Jafnframt var samþykkt að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 5. desember.

3) 81. mál - uppbygging Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi Kl. 09:14
Nefndin tók til umfjöllunar 81. mál um uppbyggingu Náttúrugripasafns Íslands á Selfossi. Lagt var til að ÞBack yrði framsögumaður og var það samþykkt.

4) 58. mál - skilgreining auðlinda Kl. 09:17
Nefndin tók til umfjöllunar 58. mál um skilgreiningu auðlinda. Þar sem málið fellur ekki að málefnasviði nefndarinnar lagði formaður til að málinu yrði í heild sinni vísað til málsmeðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd. Var það samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 09:20
ÞBack ræddi málsmeðferð nokkurra mála sem hún er framsögumaður á. Lagði hún til að óskað yrði umsagnar utanríkisráðuneytis og kostnaðarumsagnar fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis um 73. mál um úttekt á áhrifum Schengen-samstarfsins. Jafnframt lagði hún til að 74. mál um prest á þingvöllum yrði sett á dagskrá nefndarinnar á næsta fundi. Hvoru tveggja var samþykkt.

Fleira var ekki gert.
SkH og ÞKG voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Fundi slitið kl. 09:26