4. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 9. október 2012 kl. 09:00


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:10
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 09:20
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 10:35
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00
Tryggvi Þór Herbertsson (TÞH), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:00
Farið var yfir fundargerðir síðustu þriggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar á vef nefndarinnar.

2) 130. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:05
Borin var upp sú tillaga að GLG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Inga Þórey Óskarsdóttir og Helgi Valberg Jensson. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 134. mál - áfengislög Kl. 09:05
Borin var upp sú tillaga að BirgJ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Inga Þórey Óskarsdóttir og Helgi Valberg Jensson. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 137. mál - skaðsemisábyrgð Kl. 09:26
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 150. mál - skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl. Kl. 09:26
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 132. mál - skráð trúfélög Kl. 09:53
Borin var upp sú tillaga að GLG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Svanhildur Þorbjörnsdóttir, Elín Vigdís Hallvarðsdóttir og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 161. mál - framkvæmdarvald og stjórnsýsla ríkisins í héraði Kl. 09:53
Borin var upp sú tillaga að TÞG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Svanhildur Þorbjörnsdóttir, Elín Vigdís Hallvarðsdóttir og Hermann Sæmundsson frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 173. mál - lögreglulög Kl. 10:18
Borin var upp sú tillaga að ÞKG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þórunn J. Hafstein frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál. Kl. 10:40
Tekin var ákvörðun um að hafa næsta fund nefndarinnar þann 11. okt. nk. gestafund, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 53/1991. Efni fundar er staða kynferðisafbrotamála á Íslandi.
Tekin var ákvörðun um að hafa opin fund þann 18. okt. nk., sbr. 3. mgr. 19. gr. laga nr. 53/1991. Gestur fundarins verður Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og mun ráðherra gera grein fyrir þingmálaskrá ráðuneytisins, skv. 3. mgr. 47. gr. laga nr. 53/1991.

ÞrB var fjarverandi vegna veikinda.
Fleira var ekki rætt.

10) Kl. 11:00 - Heimsókn í Háskóla Íslands. Kl. 10:50
Nefndin fór í heimsókn í Háskóla Íslands í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi skólans, stefnu hans og helstu verkefni næstu mánuðina.

Fundi slitið kl. 10:50