10. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. október 2012 kl. 08:34


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 08:34
Arnbjörg Sveinsdóttir (ArnbS) fyrir TÞH, kl. 08:37
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:37
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 08:34
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 08:34
Skúli Helgason (SkH), kl. 08:34
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 08:34
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 08:39

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 08:34
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 134. mál - áfengislög Kl. 08:37
Á fund nefndarinnar komu Sóley Ragnarsdóttir frá Samkeppniseftirlitinu og Elfa Ýr Gylfadóttir og Dalla Ólafsdóttir frá Fjölmiðlanefnd. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Staða löggæslunnar á Suðurnesjum. Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Björn Bjarnason frá lögreglunni á Suðurnesjunum og Björn Óli Hauksson frá Isavia. Fóru þau yfir stöðu löggæslunnar á Suðurnesjunum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Málefni LÍN. Kl. 10:01
Á fund nefndarinar kom Jón Vilberg Guðjónsson frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fór hann yfir dóm sem féll í undirrétti fyrir dómstólum í Danmörku þann 26. september sl., og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 203. mál - heimspeki sem skyldufag í grunn- og framhaldsskóla Kl. 10:20
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 154. mál - mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum Kl. 10:22
Borin var upp sú tillaga að ÞKG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) Önnur mál. Kl. 10:22
Fleira var ekki rætt.
GLG var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.


Fundi slitið kl. 10:22