14. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. nóvember 2012 kl. 09:04


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 09:04
Pétur H. Blöndal (PHB) fyrir ÞKG, kl. 09:04
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:04
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 09:04

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:04
Dagskrárlið frestað.

2) 190. mál - menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Pétursdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir frá menntavísindasviði Háskóla Íslands. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Landssamband æskulýðsfélaga. Kl. 09:12
Á fund nefndarinnar komu Sigurbjörg Birgisdóttir og Sindri Snær Einarsson frá Landssambandi æskulýðsfélaga. Ræddu þau málefni æskulýðsfélaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 132. mál - skráð trúfélög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Kristján Valur Ingólfsson og Þorvaldur Víðisson frá Biskupsstofu og Bjarni Jónsson frá Siðmennt. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 109. mál - bókasafnalög Kl. 10:02
Dagskrárlið frestað.

6) 110. mál - bókmenntasjóður o.fl. Kl. 10:03
Nefndin ræddi fyrirhugaða málsmeðferð.

7) Önnur mál. Kl. 10:08
Fleira var ekki rætt.
BJ var fjarverandi vegna veikinda.
GLG og SER voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
TÞH var fjarverandi vegna annarra þingstarfa
SF var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:08