18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. nóvember 2012 kl. 15:20


Mættir:

Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS) formaður, kl. 15:20
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 15:20
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG), kl. 15:20
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 15:20
Þráinn Bertelsson (ÞrB), kl. 15:20

ÞKG, SkH, SER og TÞH voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.


Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:20
Farið var yfir fundargerðir síðustu þriggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 109. mál - bókasafnalög Kl. 15:25
Nefndaráliti var dreift.

3) 319. mál - opinberir háskólar Kl. 15:30
Borin var upp sú tillaga að BjörgvS yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

4) 132. mál - skráð trúfélög Kl. 15:33
Málsmeðferð var rædd.

5) 194. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 15:42
Á fund nefndarinnar kom Friðrik Friðriksson frá Skjánum. Fór hann yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 130. mál - almenn hegningarlög Kl. 16:05
Dagskrárlið frestað.

7) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 16:06
Nefndinni hefur borist umsagnarbeiðni frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþings um frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Nefndin ræddi fyrirhugaða málsmeðferð.

8) Önnur mál. Kl. 16:23
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 16:23