5. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 20. júní 2013 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

HHG var fjarverandi

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 2. mál - meðferð einkamála Kl. 09:00
Nefndin afgreiddi álit sitt. Að áliti nefndarinnar standa UBK, PVB, LínS, JMS, GuðbH, SSv með fyrirvara, ELA og VilÁ.

2) 9. mál - aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi Kl. 09:20
Nefndin afgreiddi umsögn sína til efnahags- og viðskiptanefndar. Að umsögninni standa UBK, PVB, LínS, JMS, GuðbH,SSv, ELA og VilÁ.

3) 11. mál - Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu Kl. 09:30
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi álit sitt. Að álitnu standa UBK, LínS, JMS, ELA og VilÁ.
Bókun PVB, GuðbH, SSv: Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar mótmæla harðlega að frumvarp til laga um breytingu á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013 (val stjórnarmanna) skuli tekið út úr nefndinni. Málið er vanbúið að öllu leyti og verið að rífa upp mikilvæga og breiða sátt sem liggur að baki þeim nýju lögum um RÚV sem samþykkt voru í vor með miklum meirihluta hér í þinginu og meðal annars með fullum stuðningi Framsóknarflokksins. Fulltrúarnir telja að með þessu sé verið að herða pólitísk tök á stofnuninni og hverfa frá þeirri sýn að breið skírskotun stjórnarmanna og þekking og reynsla af fjölmiðlum og menningarmálum sé best til þess fallin að tryggja farsæla stjórn RÚV. Það hefur um árabil verið umræðuefni í samfélaginu að freista þess að tryggja ákveðna fjarlægð milli RÚV og hins pólitíska valds. Með þessu frumvarpi mennta- og menningarmálaráðherra er stigið skref inn í fortíðina á ný þar sem gamaldags hugmyndir um pólitísk tök ráða ríkjum.

4) Önnur mál Kl. 09:50
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:30