16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. nóvember 2013 kl. 15:07


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:07
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 15:07
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:07
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 15:07
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:07
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:07
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 15:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:07

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 15:07
Dagskrárlið frestað.

2) Frv. til laga um breyt. á dómstólalögum Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar komu Reimar Pétursson frá Lögmannafélagi Íslands, Ólöf Finnsdóttir frá Dómstólaráði, Áslaug Björngvinsdóttir frá Dómarafélagi Íslands og Benedikt Bogason frá Réttarfarsnefnd. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Frv. til l. um breytingu á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits með rafföngum sem ekkki eru varanlega tengt mannvirkjum til Mannvirkjastofnunar Kl. 15:30
Nefndin ræddi áframhaldandi málsmeðferð á frumvarpinu.

4) 109. mál - almenn hegningarlög Kl. 16:00
Á fund nefndarinnar kom Sigríður Friðjónsdóttir frá Refsiréttarnefnd og Ingibjörg Elíasdóttir frá Jafnréttisstofu. Fóru þær yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Fulltrúi Jafnréttisstofu var á símafundi.

5) 97. mál - veiting rekstrarleyfa fyrir veitingastaði Kl. 16:45
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á Suðurnesjunum og Brynhildur Pálmarsdóttir frá atvinnuvegaráðuneytinu. Fóru þær yfir þingsálytkunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 17:20
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 17:20