52. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 4. mars 2014 kl. 08:37


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:56
Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:55
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:37
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:43
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:40
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 08:37
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:37
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:14

Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi.
Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 11:00.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 11:30.
Guðbjartur Hannesson vék af fundi kl. 11:55.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:37
Umfjöllum um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 246. mál - opinber skjalasöfn Kl. 08:37
Á fund nefndarinnar komu Eiríkur G. Guðmundsson og Njörður Sigurðsson frá Þjóðskjalasafni Íslands, Ólafur Hjálmarsson og Magnús S. Magnússon frá Hagstofu Íslands, Lárus Ögmundsson og Laufey Ásgrímsdóttir frá Ríkisendurskoðun, Svanhildur Bogadóttir frá Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Birna Mjöll Sigurðardóttir frá Héraðsskjalasafni Mosfellsbæjar, Hrafn Sveinbjörnsson frá Héraðsskjalasafni Kópavogs og Þorsteinn Magnússon frá skrifstofu Alþingis. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Heimsókn til embættis sérstaks saksóknara. Kl. 11:00
Nefndin heimsótti embætti sérstaks saksóknara að Skúlagötu 17 Reykjavík.

4) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 12:10