30. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. janúar 2015 kl. 09:05


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur (JMS), kl. 09:05
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Elsa Lára Arnardóttir var fjarverandi vegna veikinda.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 10:50

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 27,28 og 29 voru samþykktar.

2) 403. mál - örnefni Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Elísabet Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 456. mál - Menntamálastofnun Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Elísabet Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 365. mál - staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar Kl. 10:55
Á fund nefndarinnar komu Fanney Óskarsdóttir frá innanríkisráðuneytinu, Ragnhildur Bragadóttir frá Biskupsstofu og Hjalti Hugason frá guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25