53. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. apríl 2015
kl. 11:30
Mættir:
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 11:30Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 11:30
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 11:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 11:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP) fyrir Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur (JMS), kl. 11:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR) fyrir Vilhjálm Árnason (VilÁ), kl. 11:30
Páll Valur Björnsson, Guðbjartur Hannesson og Bjarkey Gunnarsdóttir voru fjarverandi.
Nefndarritari: Þorbjörn Björnsson
Bókað:
1) 669. mál - dómstólar Kl. 11:30
Borin var upp sú tillaga að senda málið ekki til umsagnar og fá þess í stað viðeigandi aðila til þess að kynna frumvarpið fyrir nefndarmönnum. Það var samþykkt.
2) 687. mál - lögræðislög Kl. 11:32
Borin var upp sú tillaga að senda frumvarpið til umsagnar. Það var samþykkt.
3) 673. mál - vopnalög Kl. 11:34
Borin var upp sú tillaga að senda frumvarpið til umsagnar. Það var samþykkt.
4) 605. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 11:38
Borin var upp sú tillaga að senda frumvarpið til umsagnar. Það var samþykkt.
5) 629. mál - verndarsvæði í byggð Kl. 11:40
Borin var upp sú tillaga að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.
6) 670. mál - Norðurlandasamningur um erfðir og skipti á dánarbúum Kl. 11:43
Borin var upp sú tillaga að senda frumvarpið til umsagnar. Það var samþykkt.
7) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 11:45