6. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Hörður Ríkharðsson (HR) fyrir Guðbjart Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:15
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) Skipun hæstaréttardómara. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Sara Baldvinsdóttir héraðsdómari, Ragnhildur Helgadóttir, Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá innanríkisráðuneytið og Ingimar Ingvarsson frá lögmannafélaginu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Árlegur samráðsfundur um stöðu löggæslumála í landinu Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Haraldur Jóhannesson og Jón Bjartmarz frá ríkislögreglustjóra, Kjartan Þorkelsson og Úlfar Lúðvíksson frá lögreglustjórafélagi Íslands og Þórunn J. Hafstein og Pétur Fenger frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:00