46. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. mars 2016 kl. 09:30


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:30
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:30
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:50
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundagerð nr. 44., var samþykkt.

2) Málefni tónlistarskóla Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Ólafsson frá tónlistarskólanum í Reykjavík og Sigfríður Björnsdóttir frá Reykjavíkurborg. Fóru þau yfir málefni tónlistarskólanna í Reykjavík og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 11. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar kom Hildur Friðriksdóttir (símafundur). Fór hún yfir frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að Guðmundur Steingrímsson yrði framsögumaður í stað Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur. Það var samþykkt.

4) 51. mál - spilahallir Kl. 10:45
Borin var upp sú tillaga að Jóhanna María Sigmundsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 575. mál - helgidagafriður Kl. 10:45
Borin var upp sú tillaga að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður. Það var samþykkt.

6) 560. mál - útlendingar Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, Gunnar Narfason og Guðríður Lára Þrastardóttir frá Rauða Krossi Íslands. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 13. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 11:25
Nefndin samþykkti að afgreiða álit sitt. Að áliti meirihlutans standa Unnur Brá Konráðsdóttir, Guðmundur Steingrímsson, Karl Garðarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson með fyrirvara og Vilhjálmur Árnason.

8) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:40