55. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. apríl 2016 kl. 09:09


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 09:09
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 09:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:07

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.
Karl Garðarsson vék af fundi kl. 10:10 vegna annarra starfa.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir vék af fundi kl. 10:35 vegna annarra starfa.
Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 11:20 vegna annarra starfa.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) 560. mál - útlendingar Kl. 09:09
Borin var upp tillaga um að málið yrði afgreitt úr nefnd og var tillagan samþykkt af meiri hluta nefndarinnar. Málið var afgreitt með breytingartillögu og rituðu eftirtaldir nefndarmenn undir áliti meiri hluta nefndarinnar:
UBK, GStein, LínS, BjG (með fyrirvara), JMS, KG og ÓÞ (með fyrirvara).

2) 728. mál - útlendingar Kl. 09:12
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Þorstein Gunnarsson og Írisi Björgu Kristjánsdóttur frá innanríkisráðuneyti. Þau kynntu efni frumvarpsins, gerðu grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 104. mál - grunnskólar Kl. 10:10
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Margréti Júlíu Rafnsdóttur frá Barnaheill, Elísabetu Gísladóttur og Ásdísi Ásgeirsdóttur frá umboðsmanni barna og Árna Múla Jónasson frá Þroskahjálp. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sinna stofnana og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 32. mál - endurskoðun laga um lögheimili Kl. 10:22
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Indriða B. Ármannsson og Björgu Finnbogadóttur frá Þjóðskrá Íslands. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 40. mál - mjólkurfræði Kl. 10:35
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur frá Samtökum iðnaðarins, Bjarna Ragnar Brynjólfsson frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Anton Tómasson frá fagráði mjólkuriðnaðarins og Erlend Ástgeirsson og Gísla Jósep Hreggviðsson frá Mjólkurfræðingafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum samtaka sinna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 575. mál - helgidagafriður Kl. 10:55
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Magnús M. Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands, Bjorn Brynjúlf Björnsson frá Viðskiptaráði Íslands, Kristján Björnsson og Guðrúnu Karls Helgudóttur frá Prestafélagi Íslands, Hjalta Rúnar Ómarsson og Véstein Valgarðsson frá Vantrú og Bjarna Jónsson frá Siðmennt. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sinna samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 144. mál - bann við mismunun Kl. 11:30
Nefndin hóf umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Magnús M. Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands, Ellen Calmon og Sigurjón Sveinsson frá Öryrkjabandalagi Íslands og Árna Múla Jónsson frá Þroskahjálp. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sinna samtaka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 13:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:49