65. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 08:58
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 08:58
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:58
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:06
Haraldur Einarsson (HE), kl. 09:04
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:04
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Johanna María Sigmundsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir voru fjarverandi.
Haraldur Einarsson og Helgi Hrafn Gunnarsson véku af fundi kl. 12:00, Vilhjálmur Árnason og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir véku af fundi kl. 12:25.

Nefndarritarar:
Kristín Einarsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerðir


2) 675. mál - grunnskólar Kl. 09:36
Á fundinn komu Elísabet Pétursdóttir og Sigríður Lára Ásbergsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir frá Reykjavíkurborg og Guðjón Bragason, Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir og Valgerður Ágústsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 742. mál - lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 01:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, Margréti Kristínu Pálsdóttur og Víði Reynisson frá innanríkisráðuneyti og Óskar Bjartmarz frá Félagi yfirlögregluþjóna.

Nefndin samþykkti að afgreiða álit sitt í málinu. Allir viðstaddir standa að álitinu, þar af Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með fyrirvara.

4) 659. mál - meðferð sakamála Kl. 01:49
Á fundinn komu Sigríður J. Friðbjörnsdóttir ríkissaksóknari og Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari, gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin átti símafund með Höllu Bergþóru Björnsdóttur frá Lögreglustjórafélagi Íslands, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fjallað var um 658. mál samhliða.

5) 658. mál - lögreglulög Kl. 01:52
Á fundinn komu Sigríður J. Friðbjörnsdóttir ríkissaksóknari, Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Thelma Þórðardóttir og Páll Heiðar Halldórsson frá Ríkislögreglustjóra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin átti símafund með Höllu Bergþóru Björnsdóttur frá Lögreglustjórafélagi Íslands, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fjallað var um 659. mál samhliða.

6) 728. mál - útlendingar Kl. 01:54
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið og fékk á sinn fund Írisi Björg Kristjánsdóttur frá innanríkisráðuneyti, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 01:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00