30. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl. 09:00


Mættir:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 09:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Andri Þór Sturluson (ASt), kl. 09:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Kristín Traustadóttir (KTraust), kl. 09:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:13

Gunnar Hrafn Jónsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 25. og 29. fundar voru samþykktar.

2) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Ingilín Kristmannsdóttir og Pétur Fenger frá innanríkisráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Kristín Völundardóttir og Helga Jóhannesdóttir frá Útlendingastofnun, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og Auðunn F. Kristinsson frá Landhelgisgæslu Íslands og Jón F. Bjartmarz og Jónas Ingi Pétursson frá Ríkislögreglustjóra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 435. mál - jöfn meðferð á vinnumarkaði Kl. 10:47
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Eygló Þ. Harðardóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 436. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 10:48
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Pawel Bartoszek verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 437. mál - jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla Kl. 10:49
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Nichole Leigh Mosty, 1. varaformaður, verði framsögumaður var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 12:22
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:22