2. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 147. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. september 2017 kl. 19:00


Mætt:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS) formaður, kl. 19:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) 1. varaformaður, kl. 19:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 19:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 19:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 19:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 19:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 19:00
Pawel Bartoszek (PawB), kl. 19:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 19:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 19:00

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Hildur Eva Sigurðardóttir
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:00
Frestað.

2) 111. mál - almenn hegningarlög Kl. 19:00
Á fund nefndarinnar komu Haukur Guðmundsson, Ragna Bjarnadóttir og Kristín Einarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fjallaði um málið.

Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifa undir nefndarálit með breytingartillögu.

3) 113. mál - útlendingar Kl. 19:30
Á fund nefndarinnar komu Haukur Guðmundsson, Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Lilja Borg Viðarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti, Hjörtur Bragi Sverrisson og Anna Tryggvadóttir frá kærunefnd útlendingamála, Þorsteinn Gunnarsson og Þórhildur Hagalín frá Útlendingastofnun, Ingibjörg Broddadóttir frá velferðarráðuneyti, Bragi Guðbrandsson og Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu, Guðríður Lára Þrastardóttir og Gunnar Narfi Gunnarsson frá Rauða krossi Íslands, Alda Hrönn Jóhannsdóttir frá lögreglunni á Suðurnesjum og Jón Bjartmarz og Gylfi Gylfason frá Ríkislögreglustjóra.

Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að afgreiða málið frá nefndinni með samþykki allra viðstaddra nefndarmanna. Að áliti meiri hluta standa Nichole Leigh Mosty, Andrés Ingi Jónsson, Birgitta Jónsdóttir, Eygló Harðardóttir, Pawel Bartoszek og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Að áliti minni hluta standa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

4) Önnur mál Kl. 21:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 21:20