28. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:13
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:19.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 27. fundar var samþykkt.

2) 37. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar komu Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum og Heiða Björg Pálmadóttir frá Barnaverndarstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands, Karen Eiríksdóttir frá Stígamótum og Elva Dögg Ásu- og Kristinsdóttir frá Samtökum um kvennaathvarf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Hildur Briem frá Dómarafélagi Íslands, Ólafur Hauksson og Kolbrún Benediktsdóttir frá héraðssaksóknara, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir frá ríkissaksóknara og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 128. mál - ættleiðingar Kl. 10:14
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Kristmundsson frá félagi fósturforeldra og Steinunn Hrafnsdóttir frá Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 114. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:50