39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl. 08:38


Mættir:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:38
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:38
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:38
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:55
Einar Kárason (EinK) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 08:38
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:38

Jón Steindór Valdimarsson, Páll Magnússon og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:38
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 411. mál - opinber stuðningur við vísindarannsóknir Kl. 08:39
Á fund nefndarinnar komu Ásdís Jónsdóttir, Eiríkur Stephensen og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 496. mál - meðferð einkamála og meðferð sakamála Kl. 08:57
Á fund nefndarinnar kom Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og kynnti málið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

4) 415. mál - Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu Karl Alvarsson og Kolbrún Sara Másdóttir. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Bryndís Bachman frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Kristín Helga Markúsdóttir og Sigrún Henríetta Kristjánsdóttir frá Samgöngustofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 09:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:51