68. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. maí 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:10
Halla Gunnarsdóttir (HallaG), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.

Hjálmar Bogi Hafliðason sat fundinn fyrir Willum Þór Þórsson til kl. 11:14 þegar Willum Þór Þórsson mætti og vék Hjálmar Bogi Hafliðason þá af fundi. Hjálmar Bogi Hafliðason sat fundinn þegar Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 11:32.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 67. fundar var samþykkt.

2) 801. mál - menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Arnór Guðmundsson, Erla Ósk Guðjónsdóttir og Guðný Ásta Snorradóttir frá Menntamálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Jón Vilberg Guðjónsson, Jón Pétur Zimsen og Björg Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 798. mál - lýðskólar Kl. 10:23
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson og Hulda Anna Arnljótsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 53. mál - endurskoðun lögræðislaga Kl. 10:37
Á fund nefndarinnar komu Dagrún Hálfdánardóttir og Lilja Rún Sigurðardóttir frá embætti landlæknis. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Guðlín Steinsdóttir og Anna Birgit Ómarsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 10:56
Nefndin samþykkti að skipa Líneik Önnu Sævarsdóttur í stað Steinunnar Þóru Árnadóttur í undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

6) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 10:58
Nefndin fjallaði um málið.

7) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 11:14
Willum Þór Þórsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Nefndin fjallaði um málið.

8) 555. mál - vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 11:32
Umfjöllun nefndarinnar um málið var frestað til næsta fundar.

9) 415. mál - Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara Kl. 11:32
Nefndin fjallaði um málið.

10) Önnur mál Kl. 11:42
Tillaga um að Helgi Hrafn Gunnarsson verði framsögumaður 53. máls, endurskoðun lögræðislaga, og 15. máls, almenn hegningarlög (stafrænt kynferðisofbeldi), í stað Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45