69. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 24. maí 2019 kl. 13:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:00
Halla Gunnarsdóttir (HallaG), kl. 13:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:00

Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi.

Jón Steindór Valdimarsson vék af fundi kl. 14:28. Hjálmar Bogi Hafliðason sat fundinn fyrir Willum Þór Þórsson til kl. 14:39 þegar Willum Þór Þórsson mætti og vék Hjálmar Bogi Hafliðason þá af fundi. Hjálmar Bogi Hafliðason sat fundinn þegar Willum Þór Þórsson vék af fundi kl. 14:46.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 68. fundar var samþykkt.

2) 772. mál - skráning einstaklinga Kl. 13:00
Á fund nefndarinnar komu Guðbjörg Sigurðardóttir og Skúli Þór Gunnsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) 752. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 13:31
Á fund nefndarinnar komu Heiða Björg Pálmadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá Barnaverndarstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Rán Ingvarsdóttir frá forsætisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 14:30
Andrés Ingi Jónsson, framsögumaður málsins, fór yfir drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu, þar af Guðmundur Andri Thorsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Steindór Valdimarsson með fyrirvara. Jón Steindór Valdimarsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) 443. mál - íslenska sem opinbert mál á Íslandi Kl. 14:39
Willum Þór Þórsson, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu. Jón Steindór Valdimarsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

6) 415. mál - Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara Kl. 14:34
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Andrés Ingi Jónsson, Birgir Ármannsson, Guðmundur Andri Thorsson, Halla Gunnarsdóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason. Jón Steindór Valdimarsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

7) 555. mál - vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 14:35
Nefndin ræddi málið.

8) 70. mál - dómstólar o.fl. Kl. 13:27
Nefndin ræddi málið.

9) 801. mál - menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Kl. 14:46
Nefndin ræddi málið.

10) 9. mál - mannanöfn Kl. 14:49
Nefndin ræddi málið.

11) 53. mál - endurskoðun lögræðislaga Kl. 14:50
Nefndin ræddi málið.

12) 15. mál - almenn hegningarlög Kl. 14:51
Nefndin ræddi málið.

13) Önnur mál Kl. 14:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:52