41. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. júní 2018 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 08:30
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:30

AFE var á fundinum í síma milli kl. 8.30 og 9.
Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) 179. mál - stefna stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku Kl. 08:30
Fjallað var um málið og vísaði framsögumaður (KÓP) í tölvupóst nefndarritara þar sem óskað var eftir sjónarmiðum frá nefndarmönnum fyrir væntanlegt álit nefndarinnar um málið.

2) 484. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 08:45
Fjallað var um málið.

3) 485. mál - Ferðamálastofa Kl. 08:55
Fjallað var um málið og nokkur álitaefni voru falin nefndarritara að afla upplýsinga um.

4) Hlutfall kynja í stjórnum fyrirtækja Kl. 09:45
Rætt var um málið og að nefndin flytti frumvarp um viðurlög við því að ekki sé farið að ákvæðum laga um hlutfall kynja í stjórnum fyrirækja. Frumvarp í þá veru yrði unnt að setja í umsagnarferli yfir sumartímann.

5) Önnur mál Kl. 09:55
ÁsF spurði hvað væri fyrirhugað með frumvarpið um fiskeldi.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00