4. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 14. október 2020 kl. 09:01


Mætt:

Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) formaður, kl. 09:01
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:01
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 2. varaformaður, kl. 09:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:01
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:01
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:01
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:01
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:01
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:01
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:01

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

2) Tryggingastofnun ríkisins og staða almannatrygginga Kl. 13:14
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Elísabet Stefánsdóttir og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun, Gunnhildur Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, Ágúst Þór Sigurðsson, Hildur Sverrisdóttir Röed og Jóhanna Lind Elíasdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri, Anna Elísabet Sæmundsdóttir, Ragnheiður Birna Björnsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Þórir Ólafsson frá Tryggingastofnun ríkisins. Gerðu þau grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málsmeðferð. Formaður lagði til að skýrslunni yrði vísað til athugunar í velferðarnefnd í samræmi við heimild í 1. mgr. 8. tölul. 1. mgr. 13. gr. þingskapa. Gengið var til atkvæða um tillöguna.

Jón Þór Ólafsson, Andrés Ingi Jónsson, Guðmundur Andri Thorsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni.

Þorsteinn Sæmundsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Brynjar Níelsson og Óli Björn Kárason sátu hjá.

Var tillagan samþykkt með sex greiddum atkvæðum gegn einu. Tveir sátu hjá.

3) Stjórnsýsla dómstólanna. Skýrsla til Alþingis Kl. 10:33
Á fund nefndarinnar mættu Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Haraldur Guðmundsson frá Ríkisendurskoðun, Benedikt Bogason, fyrrverandi formaður stjórnar Dómstólasýslunar, og Ólöf Finnsdóttir frá Dómstólasýslunni. Gestir gerðu grein fyrir málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin málsmeðferð og var ákveðið að hefja vinnu við drög að nefndaráliti.

4) Misræmi í tölum ESB um útflutning á landbúnaðarvörum til Íslands og innflutningstölum Hagstofu Íslands Kl. 11:01
Á fund nefndarinnar mættu Helga Jónsdóttir skrifstofustjóri, Óttar Snædal Þorsteinsson og Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá óskaði nefndin eftir því að ráðuneytið myndi taka saman minnisblað um málið.

5) Önnur mál Kl. 12:02
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:02