40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 2. mars 2023 kl. 13:15


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 13:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 13:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 13:15
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:15
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 13:35
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:15
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 13:15
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 13:18

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll. Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 14:39.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:15
Dagskrárlið frestað.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit Kl. 13:19
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Örn Petersen frá Landssambandi veiðifélaga, Flosa Hrafn Sigurðsson og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga en með þeim komu Aðalstein Óskarsson frá Vestfjarðastofu og Jón Björn Hákonarson frá Fjarðabyggð, Auði Önnu Magnúsdóttur frá Landvernd, og Önnu Kristínu Daníelsdóttur og Sæmund Sveinsson frá MATÍS ohf.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta Kl. 15:07
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sigmar Guðmundsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.

4) Önnur mál Kl. 15:14
Halla Signý Kristjánsdóttir óskaði eftir því, f.h. meiri hlutans, að umfjöllun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol yrði tekin upp að nýju og að nefndin myndi fá Sigurð Þórðarson, Skúla Eggert Þórðarson og Guðmund Björgvin Helgason á fund vegna málsins.

Nefndin ræddi um fréttaviðtal við ríkisendurskoðanda sem birtist á vefmiðli hinn 1. mars 2023.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 14:15 - 14:23 og 14:39 - 14:48

Fundi slitið kl. 15:34