Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta

Skýrsla (2301046)
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
02.03.2023 40. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að áliti standa Þórunn Sveinbjarnardóttir, Sigmar Guðmundsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.
01.03.2023 39. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta
Dagskrárlið frestað.
25.01.2023 32. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur skrifstofustjóra og Hönnu Rún Sverrisdóttur frá dómsmálaráðuneyti og Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara.

Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
23.01.2023 31. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pál Winkel forstjóra, Erlu Kristínu Árnadóttur og Hafdísi Guðmundsdóttur frá Fangelsismálastofnun, og Birnu Ágústsdóttur sýslumann og Ernu Björg Jónmundsdóttur frá embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra.
16.01.2023 29. fundur stjórn­skip­unar- og eftirlitsnefndar Skýrsla Ríkisendurskoðunar um innheimtu dómsekta
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda, Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Elísabetu Stefánsdóttur, Gest Pál Reynisson og Berglindi Glóð Garðarsdóttur frá Ríkisendurskoðun.