20. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 3. desember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Birgir Ármannsson og Höskuldur Þórhallsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Skýrsla Kl. 09:00
Frestað.

3) Rekstur og fjárhagsstaða Ábyrgðasjóðs launa. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:00
Á fundinn kom Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Formaður fór yfir ábendingar í skýrslunni og að komið hefði verið til móts við þær að mati Ríkisendurskoðunar sem Þórir staðfesti.

Samþykkt að umfjöllun um skýrsluna væri lokið.

4) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014 Kl. 09:10
Formaður fór yfir drög að áliti vegna skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014 og nefndin fjallaði um málið.

Samþykkt að afgreiða álitið. Allir með.
Samþykkt að senda álitið til fjárlaganefndar.

5) Önnur mál Kl. 09:35
Formaður kynnti dagskrá næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:37