27. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 19. janúar 2021 kl. 09:07


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:07
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:13
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:07
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:07
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:07
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:07
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:07
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:07
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 09:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:07

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:07
Fundargerðir 25. og 26. fundar voru samþykktar.

2) Málefni Íslandspósts ohf. Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar mættu Bjarni Jónsson, Þórhildur Ólöf Helgadóttir, Auður Björk Guðmundsdóttir, Héðinn Gunnarsson, Kristinn Már Reynisson frá Íslandspósti og Andri Árnason lögmaður. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Andrés Magnússon og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu, Reynir Árnason frá Póstdreifingu og Vigfús Páll Auðbertsson frá Auðbert og Vigfús Páll ehf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Páll Gunnar Pálsson og Eva Ómarsdóttir frá Samkeppniseftirlitinu og Hrafnkell Gíslason, Björn Geirsson og Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:36
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:36