12. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. nóvember 2018 kl. 13:11


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 13:11
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 13:47
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 13:11
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:11
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:52
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 13:11
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:11
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 13:22
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 13:11

Karl Gauti Hjaltason boðaði forföll vegna annarra funda.
Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 14:32.
Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 16:10.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:11
Frestað.

2) Íslandspóstur Kl. 13:12
Á fund nefndarinnar mættu Ingimundur Sigurpálsson og Bjarni Jónsson. Fóru þeir yfir stöðu póstþjónustunnar og Íslandspósts hf. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 172. mál - fimm ára samgönguáætlun 2019--2023 Kl. 14:06
Á fund nefndarinnar mættu Dagur B. Eggertsson og Þorsteinn Rúnar Hermannsson frá Reykjavíkurborg, Einar Már Sigurðarson frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Stefán Bogi Sveinsson frá Fljótsdalshéraði, Oddný Björk Daníelsdóttir og Hildur Þórisdóttir frá Seyðisfjarðarkaupstað, Gauti Jóhannesson frá Djúpavogshreppi; Karl Óttar Pétursson frá Fjarðabyggð, Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalsteinn Óskarsson frá Vestfjarðastofu, Rebekka Hilmarsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir frá Vesturbyggð, Guðmundur Gunnarsson og Daníel Jakobsson frá Ísafjarðarbæ, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson frá Kópavogsbæ og Einar Á. E. Sæmundsen frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Kynntu þau umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 173. mál - samgönguáætlun 2019--2033 Kl. 14:06
Á fund nefndarinnar mættu Dagur B. Eggertsson og Þorsteinn Rúnar Hermannsson frá Reykjavíkurborg, Einar Már Sigurðarson frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Stefán Bogi Sveinsson frá Fljótsdalshéraði, Oddný Björk Daníelsdóttir og Hildur Þórisdóttir frá Seyðisfjarðarkaupstað, Gauti Jóhannesson frá Djúpavogshreppi; Karl Óttar Pétursson frá Fjarðabyggð, Sigríður Kristjánsdóttir og Aðalsteinn Óskarsson frá Vestfjarðastofu, Rebekka Hilmarsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir frá Vesturbyggð, Guðmundur Gunnarsson og Daníel Jakobsson frá Ísafjarðarbæ, Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson frá Kópavogsbæ og Einar Á. E. Sæmundsen frá Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Kynntu þau umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 81. mál - vaktstöð siglinga Kl. 17:11
Frestað.

6) 77. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga Kl. 17:11
Nefndin samþykkti að Helga Vala Helgadóttir yrði framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 17:12
Staðfest var ákvörðun nefndarinnar frá síðasta fundi að senda eftirtalin mál til umsagnar:
219. Umferðarlög
231. Skógar og skógrækt
232. Landgræðsla
55. Skilgreining auðlinda

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:18