86. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. september 2019 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:34
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 08:34
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:34
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:34
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 08:42
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 08:34
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:06

Karl Gauti Hjaltason boðaði forföll.
Vilhjálmur Árnason og Bergþór Ólason voru fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:57
Fundargerð 6. fundar var samþykkt. Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

Guðmundur Andri Thorsson lagði, f.h. Helgu Völu Helgadóttur, fram eftirfarandi bókun varðandi fundargerð 7. fundar:
Helga Vala Helgadóttir gerir athugasemd við að fundur var haldinn á þingfundartíma 11. október þrátt fyrir athugasemdir við það, m.a. þar sem að á dagskrá þingfundar voru mál samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem vísa átti til nefndarinnar, og eindregna ósk um að fundinum yrði frestað um stundarkorn.

2) Íslandspóstur ohf. Kl. 08:34
Á fund nefndarinnar kom Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Hrafnkell V. Gíslason forstjóri og Friðrik Pétursson frá Póst- og fjarskiptastofnun, Auður Björk Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Birgir Jónsson frá Íslandspósti ohf. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00