59. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 19. maí 2020 kl. 09:02


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:02
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:02
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:02
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:02
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:02
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:02
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:02

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) Leiðbeiningar um fundahöld og notkun fjarfundabúnaðar á fundum fastanefnda frá 4. maí Kl. 09:02
Formaður gerði grein fyrir úrskurði forseta dags. 18. maí. Í ljósi afstöðu Björns Levís Gunnarssonar áheyrnarfulltrúa í nefndinni að vera eingöngu í mynd þegar hann hefur orðið bókaði formaður eftirfarandi:

Nú liggur fyrir úrskurður forseta skv. 5. mgr. 8. gr. þingskapa um skyldu nefndarmanna og áheyrnarfulltrúa til að fara eftir leiðbeiningum um fundahöld fastanefnda og notkun fjarfundabúnaðar á fundum fastanefnda.
Hlíti fundarmenn ekki úrskurði forseta og fyrirmælum formanns á fundinum um að hafa kveikt á myndavél verður þessum fundi slitið og boðað til nýs fundar með dagskrá þessa fundar. Sendur verður hlekkur til þeirra sem staðfesta að þeir muni vera í mynd á meðan á fundi stendur. Ef einhverjir neita að vera með kveikt á myndavél mun ég - til að tryggja að allir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúar geti í samræmi við þingsköp tekið þátt í fundinum - óska eftir því að þeir sem ekki vilji vera í mynd geti komið á nefndasvið, þ.e. fundað á staðnum í samræmi við 3. málsl. 1. töluliðar leiðbeininganna enda sérstakar aðstæður uppi.

Þá leitaði formaður afstöðu nefndarmanna til þessa fyrirkomulags og var það samþykkt.

3) 776. mál - uppbygging og rekstur fráveitna Kl. 09:06
Frestað.

4) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020--2024 Kl. 09:06
Frestað.

5) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020--2034 Kl. 09:06
Frestað.

6) Önnur mál Kl. 09:06
Frestað.

Fundi slitið kl. 09:06