34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2022 kl. 09:03


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 09:03

Bjarni Jónsson og Njáll Trausti Friðbertsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Þórunn Sveinbjarnardóttir vék af fundi kl. 10:20.

Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Þórunn Sveinbjarnardóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Svönu Helgadóttur og Herdísi Helgu Schopka frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu.

3) Hollustuhættir og mengunarvarnir (geymsla koldíoxíðs) Kl. 10:21
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Jónsdóttur og Ásu Ögmundsdóttur frá umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu.

4) 470. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 10:57
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni dags. 18. maí 2022, skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna.
Ákvörðun um framsögumann frestað.

5) 571. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 10:57
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni dags. 18. maí 2022, skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna. Þó var samþykkt að veita sveitarfélögum frest til 8. júní nk.
Ákvörðun um framsögumann frestað.

6) 573. mál - skipulagslög Kl. 10:57
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni dags. 18. maí 2022, skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna. Þó var samþykkt að veita sveitarfélögum frest til 8. júní nk.
Ákvörðun um framsögumann frestað.

7) 574. mál - vaktstöð siglinga Kl. 10:57
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni dags. 18. maí 2022, skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna.
Ákvörðun um framsögumann frestað.

8) 563. mál - stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022--2036 Kl. 10:57
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni dags. 18. maí 2022, skv. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna. Þó var samþykkt að veita sveitarfélögum frest til 8. júní nk.
Ákvörðun um framsögumann frestað.

9) Önnur mál Kl. 11:01
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:01