9. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. október 2022 kl. 09:03


Mætt:


Iða Marsibil Jónsdóttir boðaði forföll. Njáll Trausti Friðbertsson og Ingibjörg Isaksen voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason og Eygerður Margrétardóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) 279. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 10:15
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 14. október sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 152. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
Nefndin samþykkti að Ingibjörg Isaksen yrði framsögumaður málsins.

4) Hreinsun Heiðarfjalls Kl. 09:37
Á fund nefndarinnar mættu Íris Bjargmundardóttir og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfisráðuneytinu og Kristín Kroyer og Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir frá Umhverfisstofnun.

Hlé var gert á fundi 10:24-10:34

Þá mættu Sigurður R. Þórðarson og Sigríður Ágústa Bachmann Ásgrímsdóttir fyrir hönd landeigenda á Eiði 1 & 2 í Langanesbyggð.

5) 21. mál - yfirlýsing um neyðarástand í loftslagsmálum Kl. 10:15
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðni sem send var út með tveggja vikna fresti þann 14. október sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 152. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
Nefndin samþykkti að Andrés Ingi Jónsson yrði framsögumaður málsins.

6) Reykjavíkurflugvöllur Kl. 10:15
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu um vinnu starfshóps sérfræðinga sem vinnur flugfræðilega rannsókn á hinni fyrirhuguðu byggð í Skerjafirði og áhrifum hennar og tiheyrandi framkvæmda á flugöryggi og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.

7) Kortlagning á netglæpum Kl. 10:20
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem fram koma upplýsingar um þá vinnu sem hefur verið sett af stað ásamt tveimur öðrum ráðuneytum til að kortleggja og vinna bug á þeim vanda sem talin er felast í að netglæpamenn hýsi ólöglegar og vafasamar vefsíður hér á landi.

8) Önnur mál Kl. 11:06
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:06