59. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. maí 2023 kl. 09:02


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:02

Vilhjálmur Árnason og Ingibjörg Isaksen boðuðu forföll.
Bjarni Jónsson var fjarverandi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir vék af fundi kl. 11:45.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerðir 57. - 58. fundar voru samþykktar.

2) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Björk Jakobsdóttur frá Isavia, Jón Þór Þorvaldsson frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og Jón Hörð Jónsson frá Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Þorgeir Pálsson fyrrverandi flugmálastjóra. Tók hann þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

3) Verkefnaáætlun vegna landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2023-2025 Kl. 10:20
Nefndin fékk á sinn fund Hafstein S. Hafsteinsson, Dagnýju Arnarsdóttur og Bjargeyju Guðmundsdóttur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Kynntu þau verkefnaáætlun vegna landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2023-2025. Þau tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

4) 1028. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 11:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rún Knútsdóttur og Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Róbert Farestveit og Sögu Kjartansdóttur frá Alþýðusambandi Íslands.

5) 858. mál - Land og skógur Kl. 12:06
Nefndin ræddi málið.

6) 947. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 12:08
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði Fjarskiptastofu um möguleg áhrif álits lagaskrifstofu Evrópuþingsins á tillögu að reglugerð sem ætlað er að koma í veg fyrir og berjast gegn kynferðislegri misnotkun barna (CSA proposal) á frumvarpið, sér í lagi 3. gr. frumvarpsins.

7) Önnur mál Kl. 12:09
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:12