60. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 26. maí 2023 kl. 13:12


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 13:12
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 13:12
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:34
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:12
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 13:51
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 13:26
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 14:10
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:12
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 14:11
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 14:39

Halla Signý Kristjánsdóttir og Njáll Trausti Friðbertsson tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Ingibjörg Isaksen vék af fundi kl. 15:59.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:12
Frestað.

2) 1028. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 13:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristínu Ólafsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Hildigunni Hafsteinsdóttur frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Glóeyju Helgudóttur Finnsdóttur frá Reykjavíkurborg, Ásthildi Sturludóttur og Pétur Inga Haraldsson frá Akureyrarbæ, Auði D. Kristinsdóttur og Stein S. Finnbogason frá Kópavogsbæ, Svein Björnsson og Friðjón Einarsson frá Reykjanesbæ og Magnús Stefánsson og Jón Ben Einarsson frá Suðurnesjabæ.

Þá fékk nefndin á sinn fund Kjartan Þór Ingason og Þuríði Hörpu Sigurðardóttur frá ÖBÍ réttindasamtökum, Svövu S. Steinarsdóttur frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og Glóeyju Helgudóttur Finnsdóttur frá Reykjavíkurborg. Kjartan Þór og Þuríður Harpa tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hara borist um málið.

3) 1052. mál - skipulagslög Kl. 15:22
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Dungal og Hermann Sæmundsson frá innviðaráðuneytinu.

Þá fékk nefndin á sinn fund Guðmund Ásgeirsson og Kristínu Eir Helgadóttur frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

4) 858. mál - Land og skógur Kl. 16:05
Nefndin ræddi málið.

5) Beiðni Hvals hf. um undanþágu frá kröfum um starfsleyfi. Kl. 16:18
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og matvælaráðuneyti í framhaldi af fréttum um umsókn Hvals hf. til umhverfis- orku- og loftslagsráðherra um undanþágu frá kröfum um starfsleyfi vegna aðstöðunnar í Hvalfirði og að frávik hefðu verið frá reglum varðandi starfsemina undanfarin misseri.
Óskað var eftir:
a) Afriti af skýrslum og eftirlitsskýrlum Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlits og MAST frá undanförnum 10 árum.
b) Upplýsingum um það hvaða frávik komu fram á því tímabili og hvernig bætt var úr þeim. Ef ábendingar um frávik leiddu ekki til úrbóta var óskað útskýringa á því hvers vegna ekki var gerð krafa um úrbætur.

6) Önnur mál Kl. 16:20
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:30