7. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 31. janúar 2022 kl. 09:40


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:40
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 10:20
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:40
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:40
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:40
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:40
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:40
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:40
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:40

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Hildur Edwald
Stígur Stefánsson

1948. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) Fundur sameiginlegu EES- nefndarinnar 4. febrúar 2022 Kl. 09:40
Gestir fundarins voru Iðunn Guðjónsdóttir frá atvinnuveg- og nýsköpunarráðuneyti, María Sæm Bjarkardóttir frá heilbrigðisráðuneyti og Ingólfur Friðriksson og Erna S. Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu þær gerðir sem taka á upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu ESS- nefndarinnar sem haldinn verður 4. febrúar.

3) 248. mál - ákvörðun um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:55
Gestir fundarins voru Iðunn Guðjónsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Ingólfur Friðriksson og Erna S. Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Bjarni Jónsson var valinn framsögumaður málsins.

4) 198. mál - ákvörðun nr. 50/2021 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:05
Gestir fundarins voru Guðmundur Kári Kárason frá fjármála- og efnhagsráðuneyti og Ingólfur Friðriksson og Erna S. Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Diljá Mist Einarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

5) 249. mál - ákvörðun nr. 214/2020 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:10
Gestir fundarins voru Elísabet Júlíusdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ingólfur Friðriksson og Erna S. Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Diljá Mist Einarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

6) 206. mál - fullgilding fríverslunarsamnings Íslands, Noregs og Liechtenstein og Stóra-Bretlands og Norður-Írlands Kl. 10:15
Gestir fundarins voru Ragnar G. Kristjánsson, Ögmundur Hrafn Magnússon, Nína Björk Jónsdóttir, Þórður Jónsson, Ingólfur Friðriksson og Erna S. Hallgrímsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Diljá Mist Einarsdóttir var valin framsögumaður málsins.

7) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á regluger Kl. 10:40
Nefndin afgreiddi málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

8) Önnur mál Kl. 10:45
Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá utanríkiráðuneyti um viðskiptahagsmuni Íslands gagnvart Rússlandi.

Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05