68. fundur
velferðarnefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 09:00


Mætt:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 10:35.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 10:40.

Vilhjálmur Árnason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Kolbrún Birna Árdal
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Flutningur lífsýna til greiningar erlendis Kl. 09:01
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Bjarnadóttur, Unu Maríu Óskarsdóttur, Jónu Dóru Karlsdóttur og Margréti Hildi Ríkarðsdóttur frá Aðför að heilsu kvenna.

3) 714. mál - ávana- og fíkniefni Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur og Rafn Magnús Jónsson frá Embætti Landlæknis, Guðrúnu Dóru Bjarnadóttur og Reyni Arngrímsson frá Læknafélagi Íslands, Marín Þórsdóttur og Elísabetu Brynjarsdóttur frá Rauða Krossinum á Íslandi og Þóru Jónsdóttur frá Barnaheill.

4) Aðbúnaður og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda Kl. 10:48
Nefndin fjallaði um málið.

5) 597. mál - fjöleignarhús Kl. 10:59
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með 2 vikna frest og að Guðmundur Ingi Kristinsson yrði framsögumaður þess.

6) 650. mál - almannatryggingar Kl. 09:59
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með 2 vikna frest og að Guðmundur Ingi Kristinsson yrði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00