Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 313. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Nr. 8/138.

Þskj. 1064  —  313. mál.


Þingsályktun

um skýrslu sjávarútvegsráðherra Vestur-Norðurlanda um formlega samvinnu landanna á sviði sjávarútvegs.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gera samkomulag við landsstjórnir Færeyja og Grænlands um sameiginlega skýrslu sjávarútvegsráðherra landanna þar sem fram komi nákvæmt yfirlit yfir þá formlegu samvinnu sem er á milli Vestur-Norðurlanda bæði hvað varðar rannsóknir á lifandi auðlindum sjávar og fiskveiðistjórnina, ekki síst á sameiginlegum fiskstofnum.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2010.