Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 315. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Nr. 9/138.

Þskj. 1065  —  315. mál.


Þingsályktun

um vestnorrænt tilraunaverkefni á sviði fjarkennslu á háskólastigi.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að kanna grundvöll þess að styðja við tilraunaverkefni vestnorrænna háskóla á sviði fjarkennslu. Markmiðið með verkefninu verði að leggja grunn að formlegu framtíðarsamstarfi Vestur-Norðurlanda á sviði fjarkennslu á háskólastigi.

Samþykkt á Alþingi 10. maí 2010.