Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 717. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Nr. 45/140.

Þingskjal 1511  —  717. mál.


Þingsályktun

um aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að undirbúa heildstæða aðgerðaráætlun gegn skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi í samvinnu við hlutaðeigandi ráðuneyti og stofnanir, auk allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Aðgerðaráætlunin liggi fyrir svo fljótt sem verða má og eigi síðar en 1. desember 2012.
    Jafnframt ályktar Alþingi að fela fjármálaráðherra að tryggja að í frumvarpi til fjáraukalaga yfirstandandi árs verði gert ráð fyrir 50 millj. kr. fjárveitingu til starfa rannsóknar- og aðgerðarteymis lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem hafi samvinnu við lögreglulið um allt land.

Samþykkt á Alþingi 11. júní 2012.