Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 600. máls.
141. löggjafarþing 2012–2013.
Þingskjal 1157  —  600. mál.

Síðari umræða.


Nefndarálit



um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu Norðurlandasamnings
um almannatryggingar.


Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Birgi Búason frá utanríkisráðuneyti og Hildi Sverrisdóttir Röed frá velferðarráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta Norðurlandasamning um almannatryggingar sem gerður var í Bergen 12. júní 2012 en samningurinn kemur í stað Norðurlandasamningsins frá 2003.
    Stefnt er að því að lögfesta samninginn hér á landi og hefur velferðarráðherra þegar lagt fram frumvarp þess efnis (þskj. 1066, 616. mál).
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.
    Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson og Mörður Árnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. mars 2013.



Árni Þór Sigurðsson,


form.


Þuríður Backman,


frsm.


Helgi Hjörvar.



Ragnheiður E. Árnadóttir.


Gunnar Bragi Sveinsson.